#forrettur
- 1 kg. Nautakjöt (innra læri)
- 1 msk. ferskt timian
- 1 ½ msk. ferskt rósmarín
- 1 msk.fersk mynta
- 2 stk. mulin lárviðarlauf
- 1 msk. sítrónupipar
- ½ msk. mulin einiber
- 1 msk. rósapipar
- 1 msk. Ferskt óreganó
- 1 msk. gourmet piparkorn
- ½ kg salt
- ½ kg sykur
-
Kjöt smurt með ólífuolíu.
-
Öllu kryddinu nuddað inn og kjötið þakið.
-
Blandið saman ½ kg af grófu salti, ½ kg sykri, setjið í fat utan um kjötið.
-
Kjötið er síðan fergt(eitthvað þungt sett ofan á) og geymt í 1 -4 sólahringa
-
Skafið síðan mest af kryddinu af og skolið kjötið og þerrið með pappír og skerið í þunnar sneiðar
-
Borið fram með klettasalati og piparrótarsósu.