#eftirrettur
- 4 egg
- 4 dl sykur
- 4 dl hveiti
- 2 tsk. lyftiduft
- 1 ½ tsk. matarsódi
- 1 ½ tsk. salt
- 2 ½ tsk. kanill
- 2 dl matarolía
- 6 dl rifnar gulrætur
- 1 appelsína, flysjuð og skorin í bita
- ½ dl saxaðar pekanhnetur
- 2 dl kókosmjöl
- Krem:
- 1 dl smjör
- 2 dl rjómaostur
- 4-5 msk. flórsykur
- Ofurlítil vanilla
- Hitið ofninn í 180°C.
- Smyrjið djúpt hringlaga form(smelluform).
- Hrærið sykur og egg vel saman.
- Bætið hveiti, lyftidufti, matarsóda, salti, kanil og matarolíu út í og hrærið þar til deigið er orðið jafnt og fallegt. Varist að hræra of lengi.
- Hrærið loks gulrótum, appelsínubitum, pekanhnetum og kókosmjöli út í með sleif.
- Hellið deiginu í formið og bakið í 1 ½ klst.
- Látið kökuna kólna.
- Hrærið saman smjöri, rjómaosti, flórsykri og vanillu og smyrjið jafnt yfir alla kökuna.