Skip to content

Latest commit

 

History

History
38 lines (26 loc) · 1.2 KB

hnallthora.md

File metadata and controls

38 lines (26 loc) · 1.2 KB

Hnallþóra

#eftirrettur

Innihald:

  • 4 egg
  • 180 gr. sykur
  • 120 gr. hveiti
  • ½ tsk. lyftiduft
  • ¼ tsk. salt
  • 70 gr. saxaðar pekanhnetur
  • 1 msk. sjerrý eða púrtvín (eða líkjör sem til er í ískápnum)
  • 500 gr. fersk jarðaber
  • 1 msk. sykur
  • 100 gr. suðusúkkulaði
  • 2 pelar rjómi

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180 °c.

  2. Smyrjið djúpt hringform.

  3. Þeytið egg og sykur saman þar til blandan er orðin ljósgul og þykk.

  4. Hrærið hveiti, lyftidufti, salti og pekanhnetum varlega útí.

  5. Hellið deiginu í formið og bakið í 40 til 50 mínútur.

  6. Kælið kökuna og skerið hana þversum í þrennt, þannig að úr verða þrjú hringlög.

  7. Bræðið súkkulaðið og smyrjið því á tvö neðri lögin. Látið súkkulaðið harða (gott að setja í ískáp).

  8. Stráið sykri yfir þriðjung jarðaberjanna og merjið þau í matvinnsluvél, þó ekki þannig að þau verði að mauki.

  9. Þeytið rjómann og blandið mörðu jarðaberjunum útí fjórðung hans.

  10. Smyrjið jarðaberjablöndunni ofan á lögin með súkkulaðibráðinni og raðið lögunum saman.

  11. Hyljið tertuna með afganginum af rjómanum og fyllið hringmiðjuna með jarðaberjum.