#adalrettur
- Grillaður kjúklingur
- ¼ rauðlaukur
- 1 krukka grænar ólífur(steinlausar)
- 1 fetaostur (kubbur) skorin í bita.
- 1 pk. Steikt beikon skorið í bita.
- 1 poki blandað salat
- 1 poki klettasalat
- ½ dl. Balsamik edik
- ¼ dl. sykur
- 1 dl. majónes
- 1 dl. sýrður rjómi
-
Setjið salatið á stóran disk.
-
Rífið kjúklinginn og dreifið yfir.
-
Dreifið rauðlauk, ólífum, fetaosti og beikoni yfir salatið.
-
Sjóðið balsamikedik og sykur saman yfir lágum hita. Pískið á meðan af og til þangað til edikið hefur aðeins þykknað.
-
Takið af hitanum og blandið saman við blöndu af majónesi og sýrðum rjóma.
-
Hellið jafnt yfir salatið.
-
Borið fram með baguette brauði.