#eftirrettur
- 175 gr döðlur saxaðar
- Kúfuð teskeið af matarsóda
- 50 gr saltað smjör
- Klípa af salti
- 75 gr hrásykur
- 75 gr púðursykur
- 2 egg
- 175 gr kökuhveiti
- 1 tsk vanilla
- Smjör til að spyrja kökuformið
- 250 ml rjómi(ekki matreiðslurjómi)
- 80 gr smjör
- 80 gr púðursykur
- Fyrir auka sósu sem höfð er með til hliðar
- 300 ml rjómi(ekki matreiðslurjómi)
- 50 gr púðursykur
- 50 gr saltað smjör
- Þeyttur rjómi til að bera fram með
- Hitið ofninn í 180°C.
- Hellið 275 gr af sjóðandi vatni yfir döðlurnar í djúpri skál. Látið sitja þar til þær hafa náð stofuhita. Á meðan er restin af hráefnunum í kökuna mælt upp og sett í skálina með döðlunum þegar þær hafa náð stofuhita.
- Blandið öllu í matvinnsluvél þar til það er orðið næstum mjúkt en með nokkrum bitum af döðlum sjáanlegum. Smyrjið eldfast mót með smjöri og sparið ekki smjörið.
- Bakið í 40 mínútur eða þar til hún er orðin þétt við snertingu.
- Hitið grillið í ofninum að meðal hita.
- Á meðan það hitnar eru karamellusósurnar búnar til. Það er gert með að hita öll innihaldsefni í hvora sósuna fyrir sig í sitthvorum pottinum. Hrært af og til þar til suðan rétt kemur upp. Hellið karamellusósunni fyrir kökuna yfir hana og setjið undir grillið í þar til hún byrjar að bubbla aðeins.
- Berið fram með auka sósu og þeyttum rjóma ef vill.