Skip to content

Latest commit

 

History

History
66 lines (46 loc) · 1.83 KB

lambalæri_tronuberja.md

File metadata and controls

66 lines (46 loc) · 1.83 KB

Lambalæri með ofnbökuðu rótarávextir og sveskju og trönuberjamauki

Lambalærið

#adalrettur

Innihald:

  • Salt
  • Pipar
  • 5-10 hvítlauksrif
  • 1 glas vatn í botninn á forminu

Aðferð:

  1. Salta og pipra lærið. Stinga lítil göt í lærið og stingið hvítlauksrifunum inn í götin.

  2. Setja 1 glas af vatni í botninn á eldföstu móti.

  3. Baka í ofni við 200°C í 1.5 - 2 tíma eða þar til kjarnhitinn á lærinu er kominn í 60-65°C.

  4. Berið fram með ofnbökuðum rótarávöxtum og sveskju og trönuberjamauki

Ofnbakaðir rótarávextir

#meðlaeti

Innihald:

  • 2-3 kartöflur skornar í bita
  • 2 miðlungsstórar sætar kartöflur
  • 2-3 miðlungsstórar steinseljurætur
  • 2 laukar
  • 2-3 gulrætur
  • 2-3 sneiðar engifer
  • 4 msk olía
  • Rósmaríni stráð yfir eftir smekk
  • Salt og nýmalaður pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Ofninn er stilltur á 200°C

  2. Grænmetið er afhýtt og það sem hefur fínt hýði er skolað vel. Allt er skorið í jafnstóra bita. Öllu er hrært saman með olíunni

  3. Bakað í ofninum í u.þ.b. 30 mínútur. Hrært í af og til.

Sveskju og trönuberjamauk

#medlaeti

Innihald:

  • 1 ½ msk. smjör
  • 2 tsk. sykur
  • 8 skallottlaukar, klofnir í tvennt eftir endilöngu
  • 1 msk. Balsamic edik
  • ½ bolli kjúklingasoð
  • 4 msk. trönuber
  • 18 stk. steinlausar sveskjur, skornar í tvennt
  • 1 ½ msk. ferskt saxað rósmarín
  • Salt og nýmalaður pipar

Aðferð:

  1. Bræðið smjör við meðalhita og bætið sykri og skallottlaukum útí. Látið krauma í 15 mín.

  2. Bætið þá ediki útí og sjóðið þar til það hefur gufað upp að mestu.

  3. Bætið þá öllu hinu útí og sjóðið þar til laukurinn er orðinn mjúkur og ⅔ af vökvanum hefur gufað upp. U.þ.b. 5 mín.

  4. Haldið volgu þar til maukið er borið fram eða hitið upp.