#adalrettur
- 2 vænir kjúklingar
- ½ hvítlaukshaus
- ⅛ bolli oreganó
- ¼ bolli balsam- eða rauðvínsedi
- ½ bolli olífuolía
- 1 bolli hvítvín
- Salt og nýmalaður pipar
- 1 bolli steinlausar sveskjur
- ½ bolli steinlausar, grænar ólífur
- ¼ bolli kapers, ásamt svolitlum vökva
- 2 lárviðarlauf
- ½ bolli púðursykur
- ¼ bolli fínskorin steinselja
-
Skerið kjúklingana í bita og raðið í ofnskúffu.
-
Blandið mörðum hvítlauk, oreganó, ediki, ólífuolíu og hvítvíni saman í skál og hellið yfir kjúklingana.
-
Stráið salti og pipar yfir bitana og dreifið sveskjum, ólífum og kapers jafnt ofan á. Stingið loks lárviðarlaufi á milli bitana.
-
Bakið við 200°C og ausið vökva öðru hvoru yfir kjúklingana fyrstu 20 mínúturnar. Stráið þá púðursykri yfir bitana og bakið í 30-40 mínútur til viðbótar eða þar til sykurinn er orðin fallega brúnn og stökkur.
-
Raðið kjúklingunum, sveskjum, ólífum og kapers á fat, dreifið steinselju yfir og setjið vökvann af fatinu í sósuskál.
-
Borið fram með hrísgrjónum og heitu brauði.