Skip to content

Latest commit

 

History

History
37 lines (22 loc) · 1.05 KB

sukkuladibitakokur.md

File metadata and controls

37 lines (22 loc) · 1.05 KB

Súkkulaðibitakökur

#eftirrettur

Innihald:

  • 100 gr. smjör
  • 250 gr. ljós púðursykur / hrásykur
  • 180 gr. strásykur
  • 2 egg
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 300 gr. hveiti
  • 1 tsk. matarsódi
  • 1 tsk. salt
  • 4 dl. súkkulaði skorið í stóra bita

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C.

  2. Smyrjið bökunarplötu eða klæðið hana með smjörpappír.

  3. Sigtið hveiti, matarsóda og salt saman í skál.

  4. Þeytið eggin saman við strásykurinn og púðursykurinn/hrásykurinn. Þar til það er létt og ljóst

  5. Bætið mýktu smjörinu útí ásamt vanilludropunum.

  6. Hrærið síðan þurrefnunum varlega saman við.

  7. Setjið deigið á plötuna með matskeið. Ein matskeiðarfylli fyrir hverja köku.

  8. Bakið kökurnar í 10 mín. eða þar til þær eru farnar að taka lit. Þær eru bestar aðeins undirbakaðar.

  9. Látið kökurnar kólna og þéttast í nokkrar mínútur en þær eru bestar volgar. Gott er að snerpa á þeima aðeins í örbylgjuofni nái þær að kólna áður en búið er að koma þeim í lóg.