Skip to content

Latest commit

 

History

History
321 lines (189 loc) · 16.4 KB

2017-09-08.md

File metadata and controls

321 lines (189 loc) · 16.4 KB

Aðalfundur stjórnar 8. september 2017

Fundarstaður: Kolibri

Mætt

  • Jonathan Gerlach formaður,
  • Anna Signý Guðbjörnsdóttir stjórnarmaður,
  • Benedikt D Valdez Stefánsson stjórnarmaður,
  • Birgir Hrafn Birgisson stjórnarmaður,
  • Hjalti Már Einarsson stjórnarmaður,
  • Ólafur Sverrir Kjartansson stjórnarmaður,
  • Unnur Leifsdóttir framkvæmdastjóri

Ritari: Unnur

Fundarstjóri: Benedikt

Fundur hefst: 13:05 Fundi slitið: 17:30

Dagskrá

Breyting á skráningu stjórnar & prófkúruhafa, undirskrift stjórnar

Íslensku vefverðlaunin

  • flokkar - ákvarðanir teknar varðandi breytingar/endurbætur
  • dómnefnd og vinnulag - einkunnagjöf, siðareglur
  • innsendingarform, tímalína (deadlines)
  • vefur

Flokkar

Rennum yfir alla flokka og lýsingar verða yfirfarnar eftir fundinn. Hver og einn stjórnarmeðlimur tekur að sér 1-2 flokka og vinnur áfram með þann flokk. Stefnt er á að allar flokkalýsingar séu komnar í loka útgáfu ekki síðar en 25. september.

Ræddum að taka sérstaklega á því í ár að vefir þurfa ekki að vera nýjir til að vera sendir inn. Vefir í dag lifa mun lengur en tíðkaðist áður, og þá oft ítraðir bæði tæknilega og viðmótslega. Ef sami vefurinn vinnur sinn flokk ár eftir ár, er hann greinilega að gera góða hluti.

Stjórn ræddi það að áskilja sér rétt til að fella niður staka flokka (og endurgreiða innsendingargjald) ef ekki berast nógu margar innsendingar.


Fyrirtækjavefir

Erfitt að skilgreina stærðir fyrirtækja. Æskilegast væri að stilla þessu upp eftir budgetti á vefnum, en erfitt er að nálgast áreiðanlegar upplýsingar um slíkt. Eins var ekki nógu skýrt hvaða starfsmannafjölda er hægt að vísa í, þ.e. aðeins þá sem eru á launaskrá eða einnig verktaka. Einnig var fjöldi starfsmanna sem flokkarnir skiptast á tekinn til umræðu, en það hefur komið upp áður á síðustu árum. Sammælst var um að 50 væri ekki besta viðmiðið. Ákveðið var að halda áfram að miða við fjölda starfsmanna, en skilgreina sérstaklega í lýsingu að aðeins starfsmenn á launaskrá telji til. Einnig var rætt að hafa verðmun á fyrirtækjaflokkunum í ljósi þess hve gífurlega ólík budget eru á bakvið þessi verkefni, og þá sérstaklega með það í huga að hvetja minni fyrirtæki og einyrkja til að senda inn verkefnin sín.

Lendingin var því að skipta fyrirtækjavefjunum í þrjá flokka, en skiptingin á milli meðalstórra og stórra fyrirtækja þarf að skoða betur.

Flokkur Fjöldi stm. Verð
Fyrirtækjavefur lítil 1-10 kr. 9.900
Fyrirtækjavefur meðal 11-80 kr. 19.900
Fyrirtækjavefur stór 81+ kr. 29.900
Aðgerðir
  • Finna skysamlega skiptingu á milli meðalstórra og stórra fyrirtækja. Óli
    • T.d. má ræða við Samtök Atvinnulífsins eða eitthvað sambærilegt.
  • Skrifa nýjar lýsingar fyrir fyrirtækjaflokkana. Óli
    • Skilgreina sérstaklega að starfsmannafjöldi miðast við starfsmenn á launaskrá.
    • Velja ný dæmi sem eiga við nýju kríteríuna.

Efnis- og fréttaveita

Nafni flokksins var breytt í fyrra úr Vefmiðlar, sem virðist hafa reynst vel. Það komu fleiri innsendingar en áður og fleiri nýjungar. Í þessum flokki á sérstaklega við að ítreka að innsendir vefir þurfi ekki að vera nýjir, þar sem þeir vefir sem um ræðir hér eru oft ítraðir jafnt og þétt og taka sjaldan stórum stakkaskiptum.


Opinberir vefir

Tilveruréttur flokksins ræddur, almennt sammála um að þessir vefir eru oft þróaðir í öðru umhverfi en tíðkast á hefðbundnum markaði, ólíkar áherslur, ólík budget. Oft er um að ræða samfélagslega þjónustu, þjónustu við almenning.

Aðgerðir
  • Skerpa þarf á lýsingu, þá sérstaklega hvað telst opinber vefur.

Markaðsvefir

Mikil umræða um tilgang flokksins, sem hét áður „Markaðsherferðir á netinu“. Í lýsingu er meðal annars talað um að verkefnin séu metin út frá árangri, en fundarmenn sammældust um að markmiðið með Íslensku vefverðlaununum er að vera fagleg verðlaun, í þeim skilningi ætti að verðlauna vefinn sem slíkan en ekki markaðsherferð sem hann er hluti af. Þá þyrfti að óska eftir tölum, sem er þó ekki svo einfalt því vefurinn er oftast aðeins lítill hluti af stærri herferð. Eins nær þessi flokkur yfir svokallaða míkró vefi sem fyrirtæki setja oft upp í tengslum við markaðsherferðir sem eiga þá ekki beint heima í fyrirtækjaflokkum t.d. (sbr. Iceland Airwaves).

Aðgerðir
  • Taka út allt um árangursmælingar úr lýsingunni, uppfæra dæmin, hugsanlega ræða eitthvað um míkró vefi Hjalti

App

Flokkurinn var mikið ræddur í samhengi við vefapps flokkinn. Fundarmenn sammældust um að App flokkurinn ætti að halda sér í núverandi mynd, en skerpa þyrfti á lýsingu.

Aðgerðir
  • Skerpa á lýsingu, einfalda núverandi texta Jonni
    • kríterían er að ef verkefnið er aðgengilegt í gegnum app store/play store/sambærilegt sé það gjaldgengt í flokkinn.

Vefapp

Mikil umræða um þennan flokk, en niðurstaðan var að fjarlægja hann. Ástæður eru einfaldlega að 'vefapp' er í raun bara vefsíða, og þátttaka hefur verið dræm. Verkefni sem hefðu verið send í þennan flokk ættu að geta fundið sér samastað í öðrum flokkum.


Samfélagsvefur

Breyta innsendingarverði á þessum flokk, var 1.990 kr. áður en verður nú 4.990 kr.


Vefverslun

Þessari nýjung í flokkaflórunni var fagnað í fyrra og var þátttaka nokkuð góð. Stefnt á að auglýsa hann enn betur í ár. Einhver umræða um hvort réttara væri að hafa tvískiptingu á flokknum (svipað og fyrirtækjavefju) þar sem vefverslanir eru oft á vegum einyrkja sem væru þá að keppa við stærri verslanir. Ákveðið var að halda honum í núverandi mynd í bili og sjá hvernig gengur.

Aðgerðir
  • Skerpa á lýsingu Birgir
    • fjarlægja orðalag um hraðvirkt kaupferli

Innri vefir

Mikil umræða átti sér stað um þennan flokk, þar sem þátttaka hefur verið mjög dræm mörg ár í röð (3-7 innsendingar, stjórn hefur þurft að þrýsta á aðila til að fá nógu margar innsendingar til að geta birt topp 5 lista), þrátt fyrir háværar raddir innan iðnaðarins um tilverurétt hans. Dómnefndum hefur reynst einstaklega erfitt að meta þessi verkefni þar sem ekki allir geta gefið aðgang að sínum kerfum, og sífellt fleiri eru að færa sig í tilbúin kerfi líkt og Workplace frá Facebook. Fundarmenn voru sammála um að innkoma Workplace væri eitt og sér engin ástæða til að fjarlægja flokkinn, ef iðnaðurinn er enn að þróa innri vefi ætti auðvitað að hampa þeim. En til að flokkurinn gangi upp þarf dómnefnd að geta farið almennilega yfir verkefnin og nægileg þátttaka þarf að vera til staðar. Sú tillaga kom fram að fella innri vefi niður og sameina við Vefkerfi, en eftir kosningu var niðurstaðan þó að halda Innri vefjum inni amk eitt ár í röð og sjá hvað gerist. Fyrrnefndur réttur stjórnar til að fella niður staka flokka (sbr texta að ofan) við dræma þátttöku mun þá eiga við sem og í öðrum flokkum.

Aðgerðir
  • Skerpa á lýsingu Anna
  • Gera kröfu um aðgang í innsendingarformi, eða eitthvað samkomulag um hvernig dómnefnd fær að yfirfara verkefnið. Benni

Vefkerfi

Fundarmenn ræddu hvort þetta ætti að vera dýrari flokkur sbr. stærsta fyrirtækjaflokkinn, en ákveðið var að fara ekki þá leið. Sama vandamál á við hér og með innri vefi þegar kemur að yfirferð dómnefndar, þ.e. varðandi að fá aðgang að kerfunum.

Aðgerðir
  • Skerpa á lýsingu Anna
  • Gera kröfu um aðgang í innsendingarformi, eða eitthvað samkomulag um hvernig dómnefnd fær að yfirfara verkefnið. Benni

Nýr flokkur: Gæluverkefni

Nýr flokkur sem mun ná yfir minni verkefni, einyrkja, skóla-/lokaverkefni o.s.frv. þar sem mikið af frambærilegri vinnu á sér stað í slíkum verkefnum sem ber að fagna. Ákveðið var að verðið yrði aðeins 4.990 kr. og 1.990 kr. fyrir nema, til að hvetja til þátttöku.

Aðgerðir
  • Skrifa lýsingu Jonni
    • Finna dæmi um vefi sem hafa áður unnið sem gætu hafa passað í þennan flokk

Val fólksins

Almenn ánægja var með nýjung síðasta árs til að viðurkenna valda aðila fyrir góð störf í þágu iðnaðarins, byggt á vali fólksins. Koma þarf í veg fyrir að óprúttnir aðilar svindli á kerfinu og sendi fjölmargar kosningar á sama verkefnið. Þetta verður leyst í nýju kerfi á bakvið nýjan vef sem opnar bráðlega.

Ákveðið var að taka út upprunalega val fólksins, þ.e. eitt verkefni sem var valið sem val fólksins áður, en halda inni nýju viðurkenningunum og rótera þá ýmsum titlum. Í fyrra var það vefhetja ársins og open source verkefni, í ár yrðu þá hugsanlega nýjar viðurkenningar.

Aðgerðir
  • Leggja til hvað verði veitt viðurkenning fyrir í ár Óli

Vefur ársins og Hönnun og viðmót

Hafa reynst vel í gegnum árin og bjóða upp á smá óvissu í lokin. Rætt var hvort eðlilegast væri að vefur ársins væri valinn úr sigurvegurum hinna flokkana, eða þá úr verkefnum sem fengu hæstu meðaleinkunnina. Eins var rætt að Hönnun og viðmót ætti að vera valið úr topp 5 listum flokkanna. Ákveðið var að dómnefnd ætti, sem fyrr, að ákveða þetta.


Viðurkenningar dómnefndar

Vel heppnuð nýbreytni, þó ekki nógu vel kynnt. Ákveðið að halda þessu inni. Dómnefnd mun þá fá lista af atriðum sem það getur þá veitt sérstaka viðurkenningu fyrir.


Dómnefnd og vinnulag

Það hefur valdið töfum hjá dómnefndum í gegnum árin að verkefni séu vitlaust skráð í flokka. Innsend verkefni munu framvegis fara í gegnum „screening“ af hálfu fulltrúa stjórnar til að tryggja að öll verkefni séu í réttum flokkum.

Siðareglur

Útbúa þarf einskonar samning eða samkomulag sem tilgreinir hvað dómnefndarstörf fela í sér, og hengja þar við siðareglur og trúnaðaryfirlýsingu. Þetta myndu allir í dómnefnd skrifa undir og því ætti að vera skýrt frá byrjun hvað er verið að koma sér útí.

Einnig þarf að skilgreina betur vinnulag þegar kemur að því að dómnefndarmeðlimir tengjast verkefnum sem verið er að meta. Ákveðið var að þegar dómnefndarmeðlimur þarf að sitja hjá, sitji hann hjá fyrir þann flokk í heild sinni sem hann tengist, og varamaður stígi þá í hans stað.

Aðgerðir
  • Útbúa fyrsta draft að umræddum samning Unnur og Hjalti

Einkunnagjöf

Rætt var að fyrsta umferð væri ein tala fyrir hvert verkefni, en seinni umferð (fyrir topp X í hverjum flokk) væri frekari niðurskipting (hönnun/tækni/osfrv).

Sett verður upp nýtt kerfi sem tengist nýja vefnum sem tryggir nafnlausa kosningu og einfaldar aðgengi dómnefndar að gögnum.

Benni heldur utanum það verkefni.

Innsendingarform

Verður hluti af nýjum vef. Benni

Tímalína

Sett var upp ný tímalína í kringum verðlaunastarfið. Ákveðið var að flýta innsendingum á verkefnum töluvert, þar sem það hefur valdið töluverðum vandræðum að hafa allt á síðustu stundu síðustu ár, sérstaklega í ljósi þess hvað hátíðin hefur stækkað. Miðað er við að öll verkefni sem verða komin í loftið fyrir 10. des ættu að vera gjaldgeng, en þá hefur dómnefnd sín störf.

Setja þarf upp aðgerðaplan um hvernig þessi nýja tímalína verður kynnt, en hana má sjá undir liðnum Dagskrá vetrarins.

Vefur

Vefurinn verður uppfærður samhliða öðrum vefjum samtakanna á næstu vikum.


Vef vikan og IceWeb (light?)

  • WebWeek (upptaktur fyrir íslensku vefverðlaunin og IceWeb)
  • format, fyrirlesarar
  • vefur

IceWeb

IceWeb fékk nokkuð góðar undirtektir í fyrra, en kynningarstarf gekk ekki nógu vel fyrr en á loka metrunum. Ákveðið var að halda minni útgáfu af ráðstefnunni þetta skiptið og hafa þá framvegis til skiptis, heilsdags og hálfsdags ráðstefnu. Stefnt er á að halda „light“ útgáfu af ráðstefnunni, þar sem hún myndi hefjast um 13 og ljúka kl 17, þar sem boðið yrði svo upp á einhvern mat meðan salurinn yrði undirbúinn fyrir vefverðlaunin sjálf.

Vef vika

Brian Suda og Joschi, sem er einn af stofnendum Web Week í Berlín, komu með þá frábæru hugmynd að halda svokallað vef viku hér á Íslandi. Stjórn þótti þá tilvalið að halda hana síðustu vikuna í Janúar, þar sem hún myndi enda á Íslensku vefverðlaununum, sem er einskonar uppskeruhátíð iðnaðarins.

Benni mun taka það áfram innan stjórnarinnar ásamt fleirum, og fá þá fleiri aðila innan iðnaðarins til að halda fjölbreytta viðburði alla vikuna í aðdraganda vefverðlaunanna. Helsta hlutverk SVEF yrði að halda utanum markaðsetningu á vikunni í heild, og þar með hjálpa minni viðburðum að njóta athyglinnar sem svona stærra umfangi fylgir. Vikan myndi byrja á SVEF viðburði föstudaginn 19. jan, þar sem m.a. Topp 5 tilnefningar til vefverðlaunanna yrði kynntar. Aðrir aðilar gætu tekið að sér að halda viðburði, hvort sem það væru fyrirlestrar eða einfaldlega að bjóða í vöfflur, opin hús hjá fyrirtækjum og/eða skólum og svo mætti áfram telja.

Vefur

Vefurinn verður uppfærður samhliða öðrum vefjum samtakanna á næstu vikum.


Vefur svef og undirvefir

  • VERÐUR að fara í loftið fyrir áramót!
  • ímynd og lúkk
  • endurbætur á útliti SVEF
  • undirbröns - sbr verðlaunin, fyrirlestarraðir (tríó), workshops, iceweb
  • félagatal opið

Ákveðið að ræða ekki ítarlega þennan lið, þar sem vinna er þegar á góðu róli með nýja vefi. Stefnt á að setja í loftið í október á þessu ári.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við Benna eða Óla ef þeir vilja hjálpa til.


Dagskrá vetrarins

  • haustdagskrá
  • tríó
  • fleiri workshop yfir starfsárið

Haustdagskrá vetrarins var tekin sérstaklega fyrir, og dagsetningar valdar fyrir alla helstu viðburði. Ákveðið var að stefna á að halda fleiri vinnustofur yfir starfsárið, líkt og þá sem haldin verður 11. sept með Remy Sharp. Tríó-in voru mikið rædd, og ákveðið að halda þeim áfram. Enn á eftir að negla niður hver umræðuefnin verða.

Ákveðið var að stilla upp öllum viðburðum sem hafa verið ákveðnir sem Facebook viðburðum, svo fólk gæti vitað af þeim með góðum fyrirvara og tekið daginn/kvöldið frá.

Ákveðið var að opna innsendingar form, einskonar „CFP-style“, þar sem hver sem er gæti sent inn tillögur að umfjöllunarefnum/fyrirlestrum sem þeim langar að halda á viðburðum SVEF. Þetta opnar á þann möguleika að raddir sem stjórnarmeðlimir vita ekki endilega af, hafi frekara tækifæri til að heyrast. Benni mun sjá um að koma því í gagnið.

Tímalína vetrarins

  • 11. sept:

    • Vinnustofa með Remy Sharp
  • 21. sept:

    • SVEF kvöld
  • Byrjun okt:

    • Soft launch á nýjum svef.is 😱 🤞
    • Opnað fyrir tilnefningar í dómnefnd
    • Opnað fyrir innsendingar verkefna á sérstöku early bird verði
  • 4. okt:

    • SVEF tríó á Nauthóli
  • 13. okt:

    • Nýr SVEF vefur kynntur, útgáfu partí og einhver viðburður.
  • 15. nóv:

    • SVEF tríó á Nauthóli
    • Fullt verð fyrir innsendingar verkefna frá og með þessum degi
    • Lokað fyrir tilnefningar í dómnefnd
  • 23. nóv:

    • SVEF kvöld (t.d. bíó?)
  • 1. des:

    • Lokað fyrir innsendingar á verkefnum
    • Dómnefnd hittist og sammælist um sín vinnubrögð
  • 6. des:

    • SVEF tríó á Nauthóli
  • 10. des:

    • Dómnefnd hefur störf
  • Byrjun jan:

    • Opnað fyrir tilnefningar í viðurkenningar á vali fólksins
  • 14. jan:

    • Dómnefnd skilar af sér
  • 19. jan:

    • Topp fimm tilkynnt á SVEF viðburði
    • Opnað fyrir sölu á 'bransaborðum' sem heppnuðust vel í fyrra
    • Lokað fyrir tilnefningar í viðurkenningar á vali fólksins
    • Vefvikan hefst!
  • 26. jan:

    • IceWeb
    • Íslensku vefverðlaunin!
    • Vefviku líkur á ofangreindum viðburðum