Releases: helgifr/HBV601G
Lokaskil
Okkur tókst að uppfæra lang flestar notendasögurnar sem við lögðum fram með í upphafi. Lokaútgáfan af appinu var eins og við sáum hana fyrir okkur í upphafi og getum við allir séð fyrir okkur að nota appið af námskeiðinu loknu.
Það gekk vel að vinna sem hópur og við áttum í góðum samskiptum í gegnum allt ferlið. Verkaskiptingin var að mestu leiti góð þegar kom að verkefnaskilum og við lögðum allir okkar að mörkum í lok hvers spretts.
Í upphafi hefðum við mátt skilgreina betur virkni forritsins með tilliti til hvaða klasar tala hvorn við annan en það kom ekki að sök í lokaútgáfunni. Þegar kom að forrituninni hefði verkaskiptingin mátt vera meiri en sem dæmi má nefna hefðum við getað nýtt okkur issues á Github meira en við gerðum.
Til að keyra appið á símanum er hægt að hlaða niður meðfylgjandi .apk skrá í símanum og opna það í símanum til að setja það upp.
Fyrsta nothæfa útgáfa
Í þessum sprett kláruðum við útgáfu af forritinu sem hægt er að gefa út. Eina virknin sem vantar er að gefa bíómyndum einkunn en einnig á eftir að útfæra stillingarsíðu betur.
Eins og staðan er núna þá birtist listi af kvikmyndum á Home pageinu. Þar má sjá posterið á myndinni ásamt titil og imdb einkunn. Ef ýtt er á myndina þá má sjá nánari lýsingu á myndinni ásamt því að hægt er að ýta sýningartíma til að fá upp lista af bíóhúsum og sýningartímum. Ef ýtt er á sýningartímann er notandinn sendur á miðasölu viðeigandi kvikmyndahúss. Ef ýtt er á imdb logoið er notandinn færður yfir á imdb síðu kvikmyndar. Hægt er að horfa á trailer af myndinni ef það er til.
Eins og staðan er núna getur notandinn skráð sig inn og vistað skráninguna en eins og áður kom fram eigum við eftir að útfæra virkni eins og einkunnargjöf og comment á myndir.
Allt að koma
Appið sækir kvikmynda-gögnin í formi JSON-fylkis frá servernum og hægt er að vinna úr því. Kominn er listi af myndum með titil og IMDb einkunn myndarinnar.
Komið er stillingar activity sem hægt er að opna gegnum navigation bar.
Á góðri leið
Serverinn fyrir appið er kominn á heroku með grunn virkni. Hægt er að gera GET request á vefsíðuna og mun það skila fylki af myndum sem eru núna í bíó.
Hægt er að ferðast á milli activitivies með navigation bar, þegar smellt er á account í navigation bar kemur upp login form þar sem notandi getur skráð sig inn. Hann getur farið í annað activity þar sem hægt er að stofna nýjan aðgang sem vistar email og password notanda inn á gagnagrunn.
Grunnur
Nafn forrits: Bíó Appið
Samantekt: Fyrsta útgáfa forritsins, Forritið notar tímabundinn lista af myndum sem mun síðan vera notað fyrir myndirnar sem verða sóttar yfir netinu.
Höfundar forritsins eru eftrifarandi:
Arnór Kristmundsson
Guðmundur Orri Pálsson
Helgi Freyr Helgason
Ómar Páll Axelsson